Rannsókn
Ný ESPAD rannsókn
Verulega hefur dregið úr áfengisdrykkju ungmenna á síðustu árum. Um fjórðungur fimmtán til sextán ára barna hefur orðið drukkinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum Evrópsku vímuefnarannsóknarinnar sem nær til fimmtán Evrópulanda og er framkvæmd á fjögurra ára fresti. Könnunin sýnir að stórlega hefur dregið úr áfengisneyslu fimmtán og sextán ára unglinga á Íslandi.
Árið 1995 neytti meirihluti nemenda í 10. bekk áfengis en árið 2011 var um minnihlutahóp að ræða. Þá hefur aðgengi nemenda að áfengi minnkað en viðhorf þeirra til daglegrar áfengisneyslu eru hinsvegar orðin jákvæðari. Þegar könnunin var framkvæmd fyrir sextán árum höfðu sextíu og fjögur prósent unglinga þessum aldri orðið drukknir en í ár er það hlutfall komið niður í tuttugu og fjögur prósent.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.