Fíkniefni

Alþjóðadagur gegn fíkniefnum

Í dag, 26. júní, er alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum en verkefnið Bara gras? var fyrst kynnt til sögunnar þennan dag fyrir ári síðan. Fræðsluverkefnið Bara gras? hefur fengið mjög góðar viðtökur, sett voru upp 14 málþing í vor eins og til stóð og á annað þúsund foreldrar hafa sótt þessi fræðsluþing.   Í haust eru fyrirhuguð málþing um land allt og á höfuðborgarsvæðinu og er undirbúningur þegar hafinn en verkefnið mun sem fyrr huga að fræðslu til foreldra um skaðsemi kannabis.  Áfram verður upplýsingum og fræðsluefni komið á framfæri á heimsíðu þesswww.baragras.is en auk þess verða ýmsar nýjar leiðir í fræðslunni kynntar til sögunnar þegar málþingin verða sett aftur að hausti.  Hér má sjá þakkarávarp verkefnastjórnar Bara gras? í tilefni alþjóðadags Sameinuðu þjóðanna.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.