Áfengi
Evrópsk vakningavika um áfengistengd vandamál
Áfengisneysla er ekki einkamál neytandans
Vakningarvika um áfengismál í Evrópu er nú haldin í fyrsta skipti 13. – 17. maí 2013. Í vikunni er hvatt til umræðu og umfjöllunar um vandamál sem rekja má til áfengisneyslu og hvetja um leið aðila, samtök og stofnanir til að taka höndum saman. Í vakningarvikunni um áfengistengdann skaða verður varpað ljósi á neikvæð óbein áhrif áfengis og kallað til pólitískra og opinberra aðgerða til að takast á við vandann.
Í vikunni verður einnig kynnt átak Evrópuþingsins gegn áfengisvandanum þar sem hvatt er til samstöðu um mótun sameiginlegrar áfengismálastefnu Evrópusambandsins og með hvaða hætti vinna megi að alheimsátaki gegn áfengistengdum skaða.
Þeir sem standa að vikunni eru m.a. Lifrasamtökin EASL (European Association for the Study of the Liver) og Eurocare.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.