Ungmenni
Náum áttum
Hvað og hverjir móta sjálfsmynd ungmenna?

Morgunverðarfund á Grand hótel miðvikudaginn 15. maí nk. fjallar um brotna sjálfsmynd barna og unglinga, hvað og hverjir móta ímyndarefni í fjölmiðlum og hvernig má styrkja jákvæða sjálfsmynd. Fyrirlesarar eru Elísabet Lorange, listmeðferðar fræðingur frá Foreldrahúsi, fjallar um sjálfsstyrkingarnámskeið í Foreldrahúsi, Vigdís Jóhannesdóttir, ráðgjafi hjá PIPAR/TPWA augýsingastofu, fjallar um áhrifamátt auglýsinga og Katrín Anna Guðmundsdóttir, jafnréttishönnuður, flytur erindi sem hún kallar Hvernig væri að breyta þjóðfélaginu?
Fundurinn stendur frá kl. 8.15 – 10.00 og fundarstjóri er Margrét Júlía Rafnsdóttir. Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is og í þátttökugjaldinu, 1800 krónum er morgunverður innifalinn.
Fundurinn er 7. fræðslufundur Náum áttum í vetur og sá síðasti á þessu vetrarmisseri.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.