Reykingar

Danir ráðast gegn reykingum

Danska ríkisstjórnin hefur sagt tóbaksreykingum barna og unglinga stríð á hendur. Meðal annars stendur til að hækka bann við reykingum úr 16 árum í 18.

Bannað verður með öllu að reykja jafnt utandyra sem innan á leikskólum, í skólum, á frístundaheimilum og dagvistarstofnunum þar sem yngri en 18 ára dvelja. Bannið nær ekki einungis til ungmennanna heldur einnig starfsfólks, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins, DR. Í háskólum verður með öllu bannað að reykja innandyra.

Fullorðið tóbaksfólk fær einnig að kenna á herferðinni. Meðal annars á að banna að reykt sé á skrifstofum þar sem aðeins einn maður er við störf. Þeir vinnustaðir höfðu áður verið undanþegnar reykingabanni að kröfu tveggja þingmanna Þjóðarflokksins. Stjórnin leggur til að brot við reykingalöggjöfinni varði háum sektum, allt að 20 þúsund dönskum krónum, jafnvirði hátt í 440 þúsund íslenskra króna.

Heimild: RÚV 7. febrúar 2012

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.