Náum áttum

Náum áttum: Barnasáttmálinn

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar 2012, kl. 8:15–10:00.  Yfirskrift fundarins er „Ábendingar barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna“.  Erindi flytja Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Barnasáttmálinn og umboðsmaður barna, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu: Barnasáttmálinn og barnavernd og María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu: Barnasáttmálinn, fyrirtakan og viðbrögð.  Í lok fundarins verða opnar umræður og fundarstjóri er Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill/Save the Children Iceland.
Skráning fer fram á http://iogt.is/page/skraning_a_vidburdi og þarf að tilkynna þátttöku í síðasta lagi kl. 15, þriðjudaginn 14. febrúar 2012. Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir, þátttökugjald er kr. 1500, sem þarf að staðgreiða, en morgunmatur er innifalinn í gjaldinu.

Dagskrá fundarins (PDF)

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.