Náum áttum

Náum áttum fundur: Streita og kvíði barna

Síðasti morgunverðarfundur Náum áttum fræðsluhópsins verður á Grand hótel 23. nóvember nk.  Að þessu sinni verða flutt erindi um streitu og kvíða barna, einkenni og úrræði. Framsögu hafa  Lárus H. Blöndal, sálfræðingur, SÁÁ, Von, sem kallar erindi sitt „… en pabbi er ekki róni !“  og talar um börn alkóhólista og kynnir einnig  sálfræðiþjónustu SÁÁ fyrir börn alkóhólista,  Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur BUGL og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingur BUGL fjalla um „þróun og birtingarmynd kvíða, meðferð við kvíða, hvað er til ráða“ og Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur Þjónustumiðstöð Breiðholts fjallar um „kvíða skólabarna, forvarnir og inngrip“. Að loknum erindum eru opnar umræður undir stjórn fundarstjórans Salbjörgu Bjarnadóttur.   Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um streitu og kvíða en aðgangseyrir er 1.500 kr með morgunverði.  Fundurinn hefst kl. 08.15 og lýkur stundvíslega kl. 10.00.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.