Leikhús

Yfir 10 þúsund séð sýninguna HVAÐ EF? í Þjóðleikhúsinu

Aðstandendur forvarnaleikritsins HVAÐ EF bjóða til stórsýningar á verkinu á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 15 nóv. kl. 19.30 í tilefni þess að nú þegar hafa yfir 10.000 unglingar,foreldra og kennarar séð sýninguna frá frumsýningu í október 2010, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Verkið tekur um 60 minútur í flutningi en einnig verða ýmsar kynningar í anddyri sem og stuttar ræður svo að dagskránni líkur um kl. 21.15.

Ráðherrum, borgarstjóra, forsvarmönnum fyrirtækja og stofnana, höfundum, leikurum, tónlistarmönnum og öðrum sem hafa styrkt sýningar eða komið að verkinu með einum eða öðrum hætti er boðið að koma. Meðal þeirra sem styrkt hafa sýningar verksins eru IOGT, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir, Lýðheilsustöð, Foreldrahús, Reykjavíkurborg, Velferðaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti og Menntamálaráðuneyti. Á yfirstandandi leikári er Íslandsbanki aðalstyrktaraðili verksins.

Verkið var upphaflega frumsýnt á haustmánuðum 2005 í Hafnarfjarðarleikhúsinu og sýnt þar. Síðan var það sýnt í Borgarleikhúsinu og Iðnó á árunum 2005-2007. Verkið var svo tekið upp aftur á haustmánuðum 2010 og þá í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Allt í allt hafa yfir 20.000 séð sýninguna. Þá hefur verið farið með verkið í leikferðir til Akureyrar og Vestmannaeyja.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    2018-11-21T15:17:21+00:00nóvember 10, 2011|Categories: FRÆ fréttir, Ýmislegt|