Fræðsla
Starfsemi og verkefni FRÆ eru miðlun
þekkingar og fræðsla í víðtækri merkingu
Ein af grundvallarforsendum starfsemi FRÆ er að þekking sé forsenda ákvarðanatöku. Það á við um ákvarðanir einstaklinga um eigið líf jafnt sem ákvarðanir stjórnvalda í formi stefnumörkunar, lagasetningar og forgangsröðunar. Starfsemi og verkefni FRÆ eru því miðlun þekkingar og fræðsla í víðtækri merkingu.
Reyklaust tóbak
-upptökur á fyrirlestrum á málþingi 11. október 2022 og hugmyndir að verkefnum fyrir skólanema og ungmenni.
UMFÍ, Fræðsla og forvarnir (FRÆ) og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hlutu vorið 2022 styrk frá Lýðheilsusjóði til þess að taka höndum saman og vinna að forvarnarverkefni gegn reyklausu tóbaki. Öll þessi félög hafa áratuga reynslu af fræðslu- og forvarnarstarfi.
11. október 2022 stóðu þessi samtök að málþingi undir yfirskriftinni Nikótín og heilsa. Á málþinginu var fjallað um nikótín og áhrif þess á heilsu ungmenna, mikilvægi lýðheilsuaðgerða, áhrif nikótínpúða á munnhol, nikótínfíkn og meðferð og hvort nikótín væri lyf eða neysluvara. Einnig var rætt um nikótín notkun íslenskra ungmenna, viðhorf almennings til nikótínvara, nýju nikótínlögin og fræðslu í skólum um notkun tóbaks og nikótínvara. Bæði heilbrigðisráðherra og landlæknir ávörpuðu þingið. Þinginu var streymt og tekið upp.
Sjá upptökur frá málþinginu og hugmndir að verkefnum: https://www.umfi.is/verkefni/reyklaust-tobak/
——–
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.