Fréttir
Forsendur lýðheilsu séu virtar á borði en ekki einungis í orði.
Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu góðan fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála- og efnahagsráðherra 3. júlí síðastliðinn um ólöglega netsölu áfengis. Þökkuðu fulltrúarnir honum fyrir að hafa brugðist við og sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölunnar þar sem meðal annars er vakin athygli á að hún kunni að fela í sér brot á lögum, enda smásala áfengis bönnuð öðrum en ÁTVR. Ráðherrann var hvattur til þess að [...]
Heilbrigðisráðherra stendur eindregið með lýðheilsusjónarmiðum varðandi sölu og dreifingu á áfengi.
Í gær, 29. maí 2024, áttu fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka fund með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um ólöglega netsölu áfengis. Á fundinum lýstu samtökin áhyggjum sínum af því að ekki skuli vera farið að landslögum hvað varðar netsölu með áfengi á Íslandi sem felur í sér að áfengi er selt og afhent til neytenda á nokkrum mínútum af lager sem er innanlands og er því smásala [...]
Ólíðandi að áfengisnetverslanir fái að starfa óáreittar þar sem starfsemi þeirra brjóti í bága við lög.
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis ræddi ólöglega netsölu áfengis á alþingi 17. maí síðastliðinn. Sagði hún meðal annars ólíðandi að slíkar verslanir fái að starfa óáreittar þar sem starfsemi þeirra brjóti í bága við lög og tími sé til kominn að alþingi og framkvæmdavaldið geri eitthvað í málinu. Þórunn furðar sig á því að ólögleg netsala áfengis hafi fengið að viðgangast [...]
Ólöglegar netsölur áfengis sprottið upp hömlulaust.
,,Netsölurnar selja og afhenda áfengi í smásölu til neytenda þar sem áfengið er afhent af innlendum lager á örfáum mínútum eftir að pantað er, eða sent heim. Fyrirkomulag þetta er augljóst brot á einkarétti ÁTVR til smásölu. Þrátt fyrir kæru ÁTVR hefur lögreglan ekki sinnt þeirri kæru í tæp 4 ár. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem ÁTVR heyrir undir, hefur ekkert gert í stöðunni heldur. Róm [...]
Breiðfylking forvarnarsamtaka fundar með félags- og vinnumarkaðsráðherra um lýðheilsu og ólöglega netsölu áfengis.
Breiðfylking forvarnarsamtaka átti fínan fund með félags- og vinnumarkaðsráðherra þann 29. apríl 2024. Erindið var að ræða félagslegar afleiðingar þess ef netsala áfengis, eins og hún er stunduð á Íslandi, verður látin viðgangast. Samtökin láta sig lýðheilsu og félagslega velferð varða. Þau tala fyrir því að velferð fólks gangi framar ólöglegri markaðsvæddri netsölu áfengis. Um þessar mundir ræða samtökin við forystumenn í stjórnmálum um hvernig [...]
Frumvarp um félög til almannaheilla samþykkt við þinglok. Mikilvægum áfanga náð.
Frumvarp um félög til almannaheilla varð loksins að lögum fyrir þinglok fyrr í þessum mánuði. Breiður stuðningur var við frumvarpið. Með þessum lögum verða félagasamtök til almannaheilla aðgreind frá öðrum félagasamtökum, sérstaða þeirra skilgreind og þau skráð sérstaklega hjá fyrirtækjaskrá. Yfirsýn um starfsemi þeirra mun þar af leiðandi batna til muna sem stuðla mun að almennu trausti í þeirra garð, þeirra á milli og gagnvart [...]
Áföll og ofbeldi – orsakir og afleiðingar
Birtingarmyndir áfalla geta verið með ýmsum hætti en hafa verður í huga að upplifun fólks á áföllum er mismunandi. Atvik sem sumir upplifa sem áfall kann að hafa lítil sem engi áhrif á aðra. Slys, náttúruhamfarir, misnotkun, ofbeldi, vanræksla eða ástvinamissir eru dæmi um áföll. Áhrifin eru ýmiss konar, kvíði, streita og breytingar á hegðun sem oft verður leiðin til þess að takast á við [...]
Öll áfengisneysla eykur hættu á krabbameini
Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Þess vegna er áfengisneysla flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Um flest krabbamein gildir að því meira sem drukkið er og því lengri tíma sem drykkjan nær yfir því meiri líkur eru á að fá áfengistengt krabbamein. Að minnka áfengisdrykkju eða - sem er enn betra - að sleppa [...]
Skortur á þekkingu á áhrifum áfengis á krabbamein
Á netmálþingi um áfengi og krabbamein á Norðurlöndum sem haldið var að tilstuðlan samtakanna NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network) miðvikudaginn 28. október síðastliðinn voru fyrirlesarar sammála um að mikið vantaði á almenna þekkingu á tengslum áfengisneyslu og krabbameina, það er að áfengisneysla eykur verulega á hættuna á krabbameinum. Meðal fyrirlesara var Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún sagði meðal annars [...]
Fjórðungur Íslendinga með skaðlegt neyslumynstur áfengis
Fjórðungur Íslendinga með skaðlegt neyslumynstur áfengis Samkvæmt vöktun áhrifaþátta heilbrigðis meðal Íslendinga, 18 ára og eldri*, segjast um það bil 86% fullorðinna Íslendinga hafa drukkið a.m.k. eitt glas af áfengum drykk síðustu 12 mánuði árið 2019 og 34% sögðust drekka áfengi í hverri viku. Þá segjast 26% svarenda hafa orðið ölvaðir einu sinni í mánuði eða oftar síðastliðna 12 mánuði og fellur [...]
Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins.
Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins. Yfirlýsing frá Almannaheillum: Almannaheill, regnhlífasamtök þriðja geirans, hvetja aðildarfélög sín, önnur félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir og allan almenning til að leggjast á sveif með yfirvöldum í að draga úr áhrifum veirufaraldursins og fylla í þau skörð sem ekki er á færi opinberra aðila að fylla. Eftir því sem líður á tíma Covid-faraldursins skýrast afleiðingar hans [...]
Aukum ekki aðgengi að áfengi á meðan á Covidfaraldrinum stendur!
Aukum ekki aðgengi að áfengi á meðan á Covidfaraldrinum stendur! „Áfengis er neytt í miklu magni í Evrópu og skilur eftir sig of mörg fórnarlömb. Við Covid-19 heimsfaraldurinn ættum við að leiða hugann að því hvaða áhætta fylgir því að fólk dvelji innilokað á heimilum sínum með efni sem er skaðlegt bæði hvað varðar heilsufar og skaðleg áhrif á hegðun fólks á aðra, þar á [...]
Forvarnir eru alvörumál!
Forvarnir eru alvörumál! Ávana- og vímuefnaforvarnir eru lifandi og síkvikt viðfangsefni. Markmið þeirra og inntak er að bæta lífsgæði fólks og firra samfélagið kostnaði sem fylgir ávana- og vímuefnaneyslu. Birtingarform viðfangsefnisins eru ekki ávallt þau sömu og ný þekking á áhrifaþáttum hennar hefur áhrif á þær leiðir sem lögð er áhersla á hverju sinni og ýmsar samfélagsbreytingar kalla á breytta nálgun í forvörnum. Meðal brýnna [...]
Leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkað í nýjum umferðarlögum
Leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkað í nýjum umferðarlögum Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum. Í nýju lögunum felast ýmsar breytingar sem Samgöngustofa hefur tekið saman á vef sínum. Meðal þess sem breytist með tilkomu nýju laganna er að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkar úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Refsimörk verða þó áfram miðuð við 0,5 [...]
Lögleyfing kannabiss ekki skilað tilætluðum árangri
Lögleyfing kannabiss ekki skilað tilætluðum árangri. Dagana 11. og 12. október síðastliðinn stóð NordAN, sem er samstarfsvettvangur félagasamtaka á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum um stefnumörkun og forvarnir í ávana- og vímuefnamálum, fyrir árlegri ráðstefnu sinni sem haldin var að þessu sinni í Helsinki. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,áfengi og vímuefni í samfélagi breytinga“ með tilvísun í að ávana- og vímuefnamál eru ekki undanþegin breytingum og við því [...]
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.