Monthly Archives: March 2016

RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi

2019-01-14T14:10:54+00:00

Áfengismál RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi Fjöl­miðlanefnd hefur komist að þeirri niður­stöðu að með birt­ingu aug­lýs­ing­ar fyr­ir Eg­ils Gull 14. október 2015 á hafi Rík­is­út­varpið brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjöl­miðla um bann við viðskipta­boðum fyr­ir áfengi og er gert að greiða 250.000 króna stjórn­valds­sekt vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Fjöl­miðlanefnd barst kvört­un frá For­eldra­sam­tök­um gegn áfengisaug­lýs­ing­um vegna umræddrar áfengisaug­lýs­ingar á RÚV. Í erindisamtakanna segir að um sé að ræða ,,auglýsinguna Egils Gull okkar bjór sem birtist í ýmsum myndum á RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. [...]

RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi 2019-01-14T14:10:54+00:00

Ungt fólk með undirskriftarsöfnun gegn áfengisfrumvarpinu

2018-11-19T17:19:23+00:00

Áfengisfrumvarpið Ungt fólk með undirskriftarsöfnun gegn áfengisfrumvarpinu Ráðgjafarhópur Umboðsmanns Barna, Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Núll prósent hreyfingin hafa sett af stað undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengi undir yfirskriftinni „Okkar raddir skipta líka máli!“ Með þessu vill unga fólkið sýna í verki andstöðu sína við frumvarpið og bætast þar í stóran hóp félagasamtaka og áhugafólks um heilsueflingu og lýðheilsu. Hér er hlekkur á undirskriftasöfnunina.

Ungt fólk með undirskriftarsöfnun gegn áfengisfrumvarpinu 2018-11-19T17:19:23+00:00

Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd

2018-11-19T17:19:14+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd Áfeng­is­frum­varpið hef­ur nú verið af­greitt úr alls­herj­ar- og menntamálanefnd Alþing­is, en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar samþykkti frumvarpið með tveim­ur breyt­ing­ar­til­lög­um. Meiri­hlut­inn sam­an­stend­ur af þeim Unni Brá Konráðsdóttur og Vil­hjálmi Árna­syni frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, Karli Garðars­syni úr Fram­sókn­ar­flokki, Guðmundi Stein­gríms­syni úr Bjartri framtíð og Helga Hrafni Gunn­ars­syni frá Pír­öt­um. Fyrri breyt­ing­ar­til­lag­an sem gerð var í meðförum nefndarinnar fjall­ar um regl­ur í tengsl­um við það hvar megi selja og stilla fram áfengi í búðum. Hin breyt­ing­ar­til­lag­an er að í stað þess að allt áfeng­is­gjaldið fari í Lýðheilsu­sjóð muni helm­ing­ur fara þangað en [...]

Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd 2018-11-19T17:19:14+00:00

Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

2018-11-16T17:31:36+00:00

Áfengisfrumvarpið Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum Norræna velferðarmiðstöðin, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur fyrir málþingi í Norræna húsinu 8. mars næstkomandi undir heitinu: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum. Meðal þess sem fjallað verður um er með hvaða hætti fjölmiðlar fjalla um áfengi og önnur vímuefni. Leitað er svara við spurningum um hvernig rannsakendur og fjölmiðlafólk geti bætt samskipti sín í milli og umfjöllun í fjölmiðlum um vímuefni og hvaða heimildum er treystandi. Málstofan er hluti af hringferð Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar undir yfirskriftinni  „Misnotkun staðreynda? Áfengi og [...]

Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum 2018-11-16T17:31:36+00:00

Ölvunardrykkja Íslendinga töluverð

2018-11-16T17:31:20+00:00

Ölvun Ölvunardrykkja Íslendinga töluverð Í febrúarhefti Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er sagt frá niðurstöðum nýrrar könnunar um heilsuhegðun Íslendinga. Meðal þess sem þar kemur fram er að karlar drekka að jafnaði oftar áfengi en konur, eða að meðaltali fimm sinnum í mánuði en konur rúmlega þrisvar sinnum. Þegar spurt er um ölvunardrykkju, þ.e. neyslu á 5 áfengum drykkjum eða meira á einum degi, segjast 35% karla drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar og um 18% kvenna. Karlar drekka sig ölvaða 18 sinnum á ári að meðaltali og konur að [...]

Ölvunardrykkja Íslendinga töluverð 2018-11-16T17:31:20+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588