Monthly Archives: November 2015

Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum

2018-11-16T17:40:57+00:00

Áfengisfrumvarpið Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum Í niðurstöðum netkönnunar sem gerð var dagana 22. október - 1. nóvember 2015 og sagt er frá í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fleiri eru andvígir en fylgjandi því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum á Íslandi. Spurning Gallup var tvíþætt: Annars vegar var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyft verði að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi? Hins vegar var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyft verði að selja sterkt áfengi í matvöruverslunum [...]

Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum 2018-11-16T17:40:57+00:00

,,Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið“

2018-11-16T17:47:24+00:00

Áfengisfrumvarpið ,,Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið“ Róbert H Haraldsson NEH-prófessor við Colgate háskólann í New York skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið um áfengisfrumvarpið svokallaða sem nú er rætt á Alþingi. Í greininni segir hann þá sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum sem víðast stundum tala eins og það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa [...]

,,Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið“ 2018-11-16T17:47:24+00:00

Heildarneysla áfengis að aukast: Færri yngri karlar stunda ölvunardrykkju en fleiri yngri konur

2018-11-16T17:56:52+00:00

Ölvun Heildarneysla áfengis að aukast Færri yngri karlar stunda ölvunardrykkju en fleiri yngri konur Í nýju fréttabréfi Embættis landlæknis, Talnabrunni (október 2015), eru skoðaðar nokkrar breytingar sem hafa orðið á áfengisneyslu Íslendinga á aldrinum 18–79 ára á árunum 2007, 2009 og 2012. Stuðst er við gögn úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga. Skoðuð er annars vegar áfengisneysla einu sinni í mánuði eða oftar og hins vegar ölvunardrykkja einu sinni eða oftar í mánuði á síðustu 12 mánuðum. Heildarsala áfengis aukist síðustu ár en er minni en árið 2007 þegar hún var mest [...]

Heildarneysla áfengis að aukast: Færri yngri karlar stunda ölvunardrykkju en fleiri yngri konur 2018-11-16T17:56:52+00:00

Fjölmenn ráðstefna um Heilsueflandi framhaldsskóla

2018-11-16T18:00:23+00:00

Heilsuefling Fjölmenn ráðstefna um Heilsueflandi framhaldsskóla Mánudaginn 2. nóvember síðastliðinn stóðu Embætti landlæknis, Heimili og skóli og FRÆ að ráðstefnu um Heilsueflandi framhaldsskóla undir yfirskriftinni Opnum verkfærakisturnar. Ráðstefnan var vel sótt, en auk þátttakenda úr starfsliði skólanna voru þar líka þátttakendur úr röðum nemenda og foreldra. Inntakið í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli er að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks. Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli skiptist í fjóra meginflokka, næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Framhaldsskólarnir kynntu ýmis verkefni sem þeir [...]

Fjölmenn ráðstefna um Heilsueflandi framhaldsskóla 2018-11-16T18:00:23+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588