Monthly Archives: April 2015

Takmarka áfengisneyslu flugfarþega

2018-11-19T15:51:39+00:00

Samgöngur Takmarka áfengisneyslu flugfarþega Scandinavian airline-SAS hefur tilkynnt nýjar viðmiðunarreglur um áfengisneyslu farþega um borð í vélum félagsins. Reglurnar eru tilkomnar vegna vandamála vegna drukkinna farþega síðastliðið sumar. Samkvæmt hinum nýju reglum takmarkast afgreiðsla um borð við þrjá drykki að hámarki. Flugfélagið sendi fyrir skömmu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að drukknir farþegar hafi valdið áhöfnum véla þeirra vandræðum á leiðum til nokkurra áfangastaða í Evrópu árið 2014 og að félagið hefði ákveðið að bregðast við með þessum hætti til þess að stuðla að betra öryggi farþega og áhafna. Sjá upphaflegu [...]

Takmarka áfengisneyslu flugfarþega 2018-11-19T15:51:39+00:00

Árangursríkar leiðir í eineltismálum

2018-11-19T15:51:45+00:00

Einelti Árangursríkar leiðir í eineltismálum Næsti fundur Náum áttum fjallar um eineltismál, á hverju árangursríkar leiðir byggjast.  Fyrirlesarar eru Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstundafræðum sem fjallar um árangursríkar leiðir í eineltismálum, þeir Páll Óskar Valtýsson og Magnús Stefánsson frá Marita fræðslunni sem fjalla um einelti út frá geranda og þolanda og Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, Save the children á Íslandi sem fjallar um úrræði í grunnskólum og forvarnir.  Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Árangursríkar leiðir í eineltismálum 2018-11-19T15:51:45+00:00

Allraheill – undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis

2018-11-19T15:51:52+00:00

Áfengisfrumvarpið Allraheill - undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis Þessa daga fer fram undirskriftarátak á netinu, www.allraheill.is þar sem mótmælt er frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.  Undirskriftarsöfnunin hófst 31. mars og með henni er verið að  undirstrika það sem kemur fram í könnunum, að meirihluti þjóðarinnar er á móti frjálsri sölu áfengis. Það eru Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll prósent og Barnahreyfing IOGT á Íslandi sem standa að þessu átaki og með því skora á þingmenn að hafa réttindi barna og ungmenna í fyrirrúmi þegar ákvörðun um áfengisfrumvarpið er tekin. Í áskorun sem send var [...]

Allraheill – undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis 2018-11-19T15:51:52+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588