Monthly Archives: March 2015

Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar

2018-11-19T15:55:20+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar For­varn­ar­full­trú­ar Reykja­vík­ur­borg­ar telja að frum­varp um af­nám einka­sölu á áfengi fari gegn stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í for­vörn­um og tek­ur vel­ferðarsvið borg­ar­inn­ar und­ir það sjón­ar­mið. Sviðið tel­ur mik­il­vægt að frum­varpið nái ekki fram að ganga. Í um­sögn vel­ferðarsviðs borg­ar­inn­ar um frum­varp Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, þess efn­is að sala áfeng­is verði heim­iluð í mat­vöru­versl­un­um, seg­ir að mik­il­vægt sé að áfengi verði áfram selt sam­kvæmt nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi.

Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar 2018-11-19T15:55:20+00:00

Náum áttum fundur um geðheilbrigði barna

2018-11-19T15:59:36+00:00

Geðheilsa Náum áttum fundur um geðheilbrigði barna Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 18. mars nk. á Grand Hótel að vanda.  Að þessu sinni verður fjallað um geðheilbrigðismál barna, viðbrögð og úrræði sem til staðar eru auk þess sem sérstaklega verður sagt frá nýrri nálgun í þessum efnum og sem hafa reynst vel.

Náum áttum fundur um geðheilbrigði barna 2018-11-19T15:59:36+00:00

Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið

2018-11-19T16:02:17+00:00

Áfengisfrumvarpið Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið Mariann Skar framkvæmdastjóri Eurocare hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið sem nú bíður frekari umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Eurocare er samstarfsvettvangur félagasamtaka í Evrópu sem vinna að áfengisvörnum og lýðheilsu. Mariann hefur áhyggjur af afleiðingum þess fyrir heilsu Íslendinga verði frumvarpið samþykkt og segir á vefsíðu samtakanna að aðgengi sé tvímælalaust meðal viðurkenndustu leiða til þess að vernda heilsu fólks. Sölu- og afgreiðslutími sé mikilvægur en það hafi einnig sýnt sig að ríkisreknar áfengiseinkasölur standi sig betur [...]

Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið 2018-11-19T16:02:17+00:00

Kári á móti áfengisfrumvarpinu

2018-11-19T16:11:06+00:00

Áfengisfrumvarpið Kári á móti áfengisfrumvarpinu Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist í viðtali í Morgunblaðinu í dag (5. mars 2015 og Eyjan vitnar líka í) alfarið vera á móti áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi og bíður þar annarrar umræðu. Segir Kári rangt, sem reynt sé að halda fram í frumvarpinu, að áfengi sé ekki hættulegt því staðreyndin sé sú að 12,5 prósent þjóðarinnar búi við verri hag en ella vegna þess, séu ýmist alkóhólistar eða skyldmenni alkóhólista.

Kári á móti áfengisfrumvarpinu 2018-11-19T16:11:06+00:00

Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum

2018-11-19T16:14:57+00:00

Samfélagsmiðlar Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum Aðalfundur FRÆ sem haldinn var í fyrradag (3. mars) fagnar í ályktun aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. ,,Samfélagsmiðlar eru almennur samskiptavettvangur barna og ungmenna“, segir í ályktuninni,  ,,og því brýnt að fíkniefnasalar og aðrir sem láta sig velferð þeirra engu skipta hafi þar ekki ótakmarkað svigrúm. Þá er einnig brýnt að foreldrar sýni árvekni, ræði við börn sín um þessi mál og fylgist með netnotkun þeirra.“

Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum 2018-11-19T16:14:57+00:00

Stjórn FRÆ endurkjörin á aðalfundi

2018-11-19T16:19:25+00:00

FRÆ Stjórn FRÆ endurkjörin á aðalfundi Stjórn FRÆ (Fræðslu og forvarna, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu) var endurkjörin á aðalfundi sem haldinn var í gær (3. mars 2015). Formaður félagsins er því áfram Heimir Óskarsson og aðrir með honum í stjórn eru: Sigurður Rúnar Jónmundsson gjaldkeri, Andrea Ýr Jónsdóttir ritari, Halldór Árnason meðstjórnandi og Aldís Yngvadóttir meðstjórnandi. Markmið félagsins er að: Eiga frumkvæði að upplýstri og stefnumarkandi umræðu og samstarfi um forvarnir og heilsueflingu; Styrkja og efla ávana- og vímuvarnir í landinu með fjölbreyttu upplýsinga- og fræðslustarfi með þekkingu í þágu forvarna [...]

Stjórn FRÆ endurkjörin á aðalfundi 2018-11-19T16:19:25+00:00

Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti

2018-11-19T16:22:57+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaálitiMinni­hluti stend­ur að meiri­hluta­áliti Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd af­greiddi frum­varp um smá­sölu áfeng­is á fundi sín­um í morg­un og fer það nú til 2. umræðu á Alþingi. Þó að meiri­hluti hafi verið fyr­ir því að af­greiða frum­varpið úr nefnd­inni stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn af níu að meiri­hluta­áliti á því.Frum­varpið hef­ur ekki notið stuðnings meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar en því var engu að síður vísað áfram til umræðu á þingi á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær 2. umræða um það verður tek­in á dag­skrá.Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn að [...]

Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti 2018-11-19T16:22:57+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588