Monthly Archives: February 2015

Náum áttum – heimilisofbeldi

2018-11-19T16:28:27+00:00

Heimilisofbeldi Náum áttum - heimilisofbeldi Næsti fundur Náum áttum fjallar um heimilisofbeldi.  Frummælendur verða þær Margrét Ólafsdóttir, aðjúnk við HÍ og Ingibjörg H Harðardóttir, lektor við HÍ, sem fjalla saman um "ofbeldi á heimilli" og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu sem fjallar um "nýja nálgun lögreglu og félagsþjónustu". Úr erindi Öldu Hrannar: Heimiliofbeldi – Breytt nálgun lögreglu og félagsþjónustu Átak gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar 2013, fyrst sem tilraunaverkefni og að því loknu sem frambúðarverklag. Verkefnið var unnið í samvinnu við félagsmálayfirvöld á svæðinu. Aðdragandi verkefnisins var sá [...]

Náum áttum – heimilisofbeldi 2018-11-19T16:28:27+00:00

„Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini“

2018-11-19T16:33:27+00:00

Kannabis „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði var í viðtali á Bylgjunni 23. febrúar en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa verið birtar um áhrifamátt olíunnar. Þetta er einfaldlega ekki byggt á neinum rökum og það er geysilega alvarlegt þegar menn koma fram með svona stórar yfirlýsingar,“ segir Magnús Karl. Þar vitnar [...]

„Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini“ 2018-11-19T16:33:27+00:00

Áfengisfrumvarpið enn í nefnd

2018-11-19T16:45:59+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarpið enn í nefnd Áfengisfrumvarpið var tekið fyrir á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Til stóð að greiða atkvæði um hvort málið færi út úr nefnd og í 2. umræðu á þinginu. Formaður nefndarinnar ákvað hins vegar að fresta atkvæðagreiðslunni þar sem Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram nýjar upplýsingar í málinu sem hann vildi að nefndarmenn kynntu sér. Gagnrýndi Guðbjartur skort á upplýsingum um áhrif breytinganna sem fylgdu frumvarpinu og kallaði eftir upplýsingum um kostnað við framkvæmd þess. Samkvæmt fréttum virðist ekki vera meirihluti fyrir frumvarpinu innan allsherjar- og menntamálanefndar. [...]

Áfengisfrumvarpið enn í nefnd 2018-11-19T16:45:59+00:00

Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið

2018-11-19T16:46:10+00:00

Neftóbak Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið Í samantekt í DV og Kjarnanum í dag er fjallað um íslenska neftóbakið, þróun í neyslu og skaðleg innihaldsefni. Þar kemur m.a. fram að í íslenska neftóbakinu ,,Rudda“ er 115% meira nikótín en í sænska munntóbakinu General. Alls er magn nikótíns í íslenska neftóbakinu 2,8 prósent en 0,75 prósent í General snusinu sænska. Innihald íslenska neftóbaksins er að hrátóbak, sem er flutt inn frá Svíþjóð, vatn, pottaska, salt og ammóníak. Mun minna er þó af krabbameinsvaldandi efnum í íslenska tóbakinu en því sænska segir [...]

Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið 2018-11-19T16:46:10+00:00

Tímamót hjá FRÆ – nýtt aðsetur

2018-11-19T16:45:49+00:00

FRÆ Tímamót hjá FRÆ - nýtt aðsetur Miðstöð FRÆ var í byrjun ársins flutt úr Brautarholti 4a yfir í Sigtún 42 þar sem þjónustumiðstöð UMFÍ er til húsa í Reykjavík. Staðsetning og starfsaðstaða eru til fyrirmyndar í Sigtúninu en verkefnið Evrópa unga fólksins er þar einnig með sitt aðsetur.  Með þessum búferlaflutningum stefnir FRÆ á frekari breytingar og vonar stjórn FRÆ og félagsfólk að aukinn kraftur komist í verkefni FRÆ á sviði forvarna og samstarfs.  Með stærri verkefnum FRÆ á árinu er einmitt aukið samráð félagasamtaka í forvörnum og byggist á því [...]

Tímamót hjá FRÆ – nýtt aðsetur 2018-11-19T16:45:49+00:00

Áfengi er engin venjuleg neysluvara

2018-11-19T17:07:54+00:00

Áfengi Áfengi er engin venjuleg neysluvaraÁ morgunfundi IOGT í Norræna húsinu 6. febrúar var fjallað um áfengismál undir yfirskriftinni "áfengi er engin venjuleg neysluvara".  Í erindum Róberts Haraldssonar, Margrétar Maríu Sigurðardóttur, Rafns Jónssonar og Kjell-Ove Oskarsson kom fram að verði frumvarp til laga um að selja áfengi í matvöruverslunum samþykkt muni áfengisneysla aukast til muna hér á landi.  Afleiðingarnar kæmu fram í auknum vanda og kostnaði fyrir samfélagið.  Í máli sínu fjallaði Róbert um rök fylgjenda með tillögu um frjálsa áfengissölu og nefndi m.a. þá staðreynd að áfenginu mætti ekki líkja við aðrar neysluvörur [...]

Áfengi er engin venjuleg neysluvara 2018-11-19T17:07:54+00:00

Áfengi getur valdið krabbameinum

2018-11-19T17:08:06+00:00

Áfengi Áfengi getur valdið krabbameinum Alþjóðakrabbameinssamtökin (UICC) hafa valið 4. febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Nú deyja rúmlega átta milljónir manna í heiminum á ári af völdum krabbameina. Samtökin hafa í tilefni þessa dags í ár ákveðið að vekja athygli á heilbrigðum lífsháttum, skipulegri leit að krabbameini, að meðferð verði í boði fyrir alla og að lífsgæði fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur verði tryggð. EuroCare, sem er samstarfsvettvangur evrópskra félagasamtaka sem vinna að ávana- og vímuvörnum, sendu frá sér ályktun í tilefni dagsins þar sem minnt er [...]

Áfengi getur valdið krabbameinum 2018-11-19T17:08:06+00:00

Engar breytingar á ávana- og vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri

2018-11-19T17:08:12+00:00

Börn Engar breytingar á ávana- og vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri Nýlega kom út skýrslan Ungt fólk 2014-grunnskólar sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður úr rannsóknum Rannsókna & greiningar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi árið 2014 með samanburði við árin 2000, 2006, 2009 og 2012. Gagnasöfnun fór fram með spurningalistakönnun í febrúarmánuði 2014. Líkt og í fyrri rannsóknum er athyglinni beint að ýmsum þáttum í lífi unglinga sem varða hagi þeirra, s.s. menntun, menningu, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsu, líðan og vímuefnaneyslu. Rannsóknin sýnir að engin [...]

Engar breytingar á ávana- og vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri 2018-11-19T17:08:12+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588