Allsgáð
Allsgáð í sumar – forvarnaverkefni FRÆ
Mikið er um sumarhátíðir og hverja helgi í sumar er boðið uppá bæjarskemmtun eða fjölskylduhátíð auk fjölmargra útihátíða um sjálfa verslunarmannahegina. Á þessum tíma ársins eru börn og unglingar utan skóla og ekki í jafn vernduðu umhverfi og yfir vetrartímann. Því er mikilvægt að foreldrar og samfélagið í kringum unglinga standi vörð um velferð þeirra þegar kemur að neyslu vímuefna á skipulögðum hátíðum sem óskipulögðum.
Forvarnaverkefnið „allsgáð, með allt á hreinu“ stendur nú yfir en FRÆ stendur að því eins og nokkur undanfarin sumur. Markmið þess er að vekja athygli á vímuvörnum um verslunarmannahelgina og kostum þess að vera allsgáð um þessa stærstu ferðamannahelgi ársins. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að huga að gildi forvarnastarfs og góðra fyrirmynda. SJÁ HÉR.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.