Forvarnir

Hvað virkar og hvað virkar ekki í forvörnum?

Að þessu sinni er yfirskrift fundarins; Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs, hvað virkar og hvað virkar ekki? og framsögumenn verða þeir Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og lektor í tómstundafræðum við HÍ og dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og lektor hjá HR.  Þeir svara báðir þessari grunnspurningu í byrjun fundarins en síðan breytum við um fyrirkomulag og fundarstjóri stýrir svokölluðum „debat umræðum“ þar sem frummælendur hafa hver sitt púlt og fólk úr sal ásamt fundarstjóra spyrja þá báða spjörunum úr eða þar til fundi lýkur kl. 10.00.

Sem fyrir er skráning á fundinn á heimasíðunni www.naumattum.is.

Lengst af hafa fundir Náum áttum verið á miðvikudögum kl. 08 – 10.  Nú bregður svo við að næsti morgunverðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 14. mars nk á Grand hótel.  Frummælendur á fundinum áttu skyndilega ekki möguleika á því að mæta þann 13. mars og því var ákveðið að færa fundinn um einn dag, framvegis verða þeir þó haldnir á miðvikudögum.  Vonum að það koma ekki að sök með mætingar fólks á N8 fundinn.

Hér má sjá auglýsingu um fundinn.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.