Reykingar
Rússar banna reykingar
Rússar hafa ákveðið að fylgja fordæmi annarra þjóða og bannað reykingar á almannafæri í landinu. Vladimir Pútín, forseti landsins, hefur skrifað undir lög þess efnis sem taka gildi í sumar.
Þann 1. júní næstkomandi verður bannað að reykja innan fimmtán metra radíus við allar opinberar byggingar, flugvelli, lestarstöðvar, vinnustaði, fjölbýlishús, leikvelli fyrir börn og við strendur landsins. Akkúrat ári síðar, þann 1. júní árið 2014, verður einnig bannað að reykja um borð í lestum, ferjum, hótelum, veitingastöðum, krám, kaffihúsum og búðum.
Þetta þykir sæta miklum tíðindum því tíðni reykinga í landinu er lang mest af öllum löndum heimsins. Samkvæmt nýjustu rannsóknum reykja um 40% íbúa daglega. Sígaretturnar í landinu eru líka þær ódýrustu í heimi. Ódýrasti pakkinn, með 20 sígarettum, kostar um 40 krónur.
Vísir 25. febrúar 2013
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.