Neftóbak
Óttast holskeflu krabbameina vegna aukinnar munntóbaksnotkunar
Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, óttast að aukin notkun munntóbaks ungmenna eigi eftir að skila sér í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo. Agnes varar við fullyrðingum sem komið hafa verið fram í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir, um að munntóbak sé skaðlítið, eða góður kostur fyrir fólk sem vilji hætta að reykja. Agnes segir umræðuna nú minna á umræðu um reykingar fyrir um þrjátíu árum. „Þá hafði enginn trú á því að þetta gæti haft einhvern skaða í för með sér. En svo kemur í ljós að í heiminum deyja hundruð milljóna manna af völdum reykinga.“
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.