Náum áttum

Náum áttum

Hundar eða blöðrur? 

Fyrsti Náum áttum fundur ársins verður haldinn á Grand Hóteli miðvikudaginn 6. febrúar nk. kl. 08.15 – 10.00.  Fjallað verður að þessu sinni um vímuefnaleit í framhaldsskólum og á skólaskemmtunum. Yfirskriftin hundar eða blöðrur? vísar til þess að mikil umræða hefur verið um það hvort það standist lög að nota hunda við vímuefnaleit í framhaldsskólum, en áfengismælar hafa lengi verið notaðir þar við leit.  Erindi flytja þau Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna og Héðinn S. Björnsson, verkefnastjóri heilseflandi framhaldsskóla hjá embætti landlæknis. Auk þess verða með innlegg fulltrúar nemenda í framhaldsskóla og forrvarnafulltrúi í framhaldsskóla.  Fundarstjóri er Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, en hann hefur m.a. stýrt samráðshópi forvarnafulltrúa framhaldsskólanna síðan 1997.  Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.