Rússland

Bjór flokkaður sem áfengi 

Ný löggjöf í Rússlandi tók gildi um áramótin þar sem bjór er nú loks flokkaður sem áfengur drykkur. Fram til þessa hefur bjór, ásamt öllum áfengum drykkjum sem innihalda minna en tíu prósent alkóhól, verið flokkaður sem matvæli og því hefur hann verið falur á flestum stöðum í landinu.

Nýja löggjöfin setur ýmsar skorður á bjórsölu – drykkinn má ekki selja á milli klukkan ellefu á kvöldin og átta á morgnanna, hann má ekki auglýsa í sjónvarpi og hann verður ekki til sölu lengur á stöðum líkt og lestarstöðum, götubásum og bensínstöðum.

Breska blaðið Telegraph greinir frá því að löggjöfin sé til þess að stemma stigu við alkahólisma í landinu – allt að 500 þúsund dauðsföll á ári í landinu má rekja til drykkju.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.