Náum áttum

Börn í erfiðum aðstæðum, hvað er til ráða?

Á næsta morgunverðarfundi Náum áttum er fjallað um stöðu barna í erfiðum aðstæðum, hvað er til ráða og hvernig getur samfélagið stutt betur við börnin.  Erindi flytja þau Steinunn Bergmann frá Barnaverndarstofu, sem fjallar um barnaverndina, hlutverk og stöðu, Guðlaug Thorlacius félagaráðgjafi á geðsviði Landspítalans fjallar um Fjölskyldubrúna og Hákon Sigursteinsson, sálfræðingur þróunarmiðstöðvar Breiðholts, fjallar um úrræði fyrir börn í erfiðum aðstæðum.  Að venju er fundurinn öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og er haldinn á Grand Hótel miðvikudaginn 14. nóvember kl. 08.15 – 10.00.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.