Heilsa
Spyr um heilsu og líðan landsmanna
Embætti landlæknis stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli rannsókn um heilsu og líðan landsmanna. Um 10.000 fullorðnir Íslendingar munu fá sendan spurningalista sem þeir eru beðnir um að svara, en góð þátttaka er nauðsynleg til að tryggja gæði rannsóknarinnar.
Hlutverk Embættis landlæknis er m.a. að veita ráðgjöf til almennings og stjórnvalda. Til að embættið geti sinnt þessu hlutverki sínu er mikilvægt að fylgjast vel með heilsu og líðan þjóðarinnar eins og gert er með þessari rannsókn, segir á heimasíðu embættisins.
Spurningalistinn var fyrst lagður fyrir árið 2007 og aftur árið 2009. Þetta er því í þriðja skipti sem rannsóknin Heilsa og líðan Íslendingafer fram. Markmið rannsóknarinnar er að fylgjast með breytingum sem orðið hafa á lífsháttum, félagslegri stöðu, heilsu og líðan Íslendinga frá árinu 2007. Þar með munu liggja fyrir traustar upplýsingar um breytingar á högum fólks frá því fyrir og eftir efnahagsþrengingarnar sem hófust í október 2008.
Niðurstöður fyrri rannsókna hafa nú þegar nýst stjórnvöldum og öðrum þeim sem koma að mikilvægum ákvörðunum er varða heilsu og velferð landsmanna. Þá hefur háskólasamfélagið nýtt sér gögn rannsóknarinnar til þess að öðlast betri skilning á samspili félags- og efnahagslegra þátta á mótun hegðunar, heilsu, líðanar og velferðar. Hefur Embætti landlæknis meðal annars efnt til opinna málþinga um niðurstöður rannsóknarinnar, nú síðast í byrjun mánaðarins.
Það er ósk landlæknis að þeir Íslendingar sem hafa valist til þátttöku í þetta sinn bregðist vel við og taki boði embættisins um að fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að bæta lýðheilsu landsmanna. Framlag hvers og eins er mikilvægt og mikils metið, segir landlæknir í opnu bréfi á heimasíðu landlæknisembættisins.
ekki að taka neina áhættu með því að reykja á yngri árum. Penny Woods bendir á að það reynist mörgum mjög erfitt að hætta að reykja sem sjáist best í því að 70% af þeim sem reykja segjast vilja hætta reykingum. Það sé því ekki þannig að fólk geti byrjað að reykja í trausti þess að það geti hætt þegar því dettur í hug.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.