Náum áttum
Náum áttum – óbein áfengisneysla
Á morgunverðarfundi Náum áttum miðvikudaginn 17. október verður fjallað um áhrif áfengisneyslu á aðra en neytandann sjálfan. Erindi flytja þeir Rafn Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landslæknisembættinu, sem segir frá niðurstöðum rannsókna á umfangi óbeinnar áfengisneyslu (passive drinking) á einstaklinga og samfélag og Lárus Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ segir frá lífi barna alkóhólista og hvernig samtökin aðstoða þennan hóp aðstandenda hjá SÁÁ. Einnig kemur ung stúlka frá Hlutverkasetrinu og segir sína sögu og hvernig aðstoð hún hefur fengið þar í sínum málum.
Fundarstjóri verður Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. Fundurinn verður á Grand Hótel og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.