Auglýsingar

Leggur aftur fram frumvarp um áfengisauglýsingar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Með frumvarpinu er stefnt að því að gera núgildandi bann við áfengisauglýsingum bæði skýrara og skilvirkara.

Áfengisauglýsingar eru bannaðar hér á landi og er því lögð sérstök áhersla á það í frumvarpinu að koma í veg fyrir að farið sé í kringum bannið með því að auglýsa óáfenga vöru með ríkri tilvísun til hinnar áfengu vöru. Því er lög til sú breyting að í stað þess að bannið gildi einungis um auglýsingar nái það jafnframt til annarra viðskiptaboða til markaðssetningar á áfengi og einstökum áfengistegundum.

Á RÚV

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.