Neftóbak
Skattlagning á neftóbak tvöfölduð
Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. Of lág skattlagning á neftóbak þykir hafa leitt af sér óeðlilega þróun í neyslu þess hérlendis að undanförnu, þ.e. neyslan hefur aukist meira en eðlilegt þykir. Því er þessi sérstaka skattahækkun lögð til í ár og vörugjöldin tvöfölduð. Lagt er til að skattlagning á tóbak almennt, annað en neftóbak, verði aukin um 15% í frumvarpinu. Stjórnvöld telja svigrúm til hækkananna þar sem smásöluverð á tóbaki er talsvert hærra hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Gert er ráð fyrir að þessar hækkanir skili auknum tekjum upp á einn milljarð króna í ríkiskassann.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.