Tóbak

Ástralir með ströng lög um tóbak

Hæstiréttur í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög sem nýlega voru sett þar í landi um merkingar á tóbakspakkningum standist stjórnarskrá. Samkvæmt nýju lögunum má ekki selja sígarettu öðruvísi en í ólífulituðum pakkningum með viðvörunum um skaðsemi reykinga. Hefðbundnar pakkningar sígarettuframleiðendanna verða bannaðar. Helstu tóbaksframleiðendur í heimi létu reyna á þessi lög fyrir dómstólum en lutu í lægra haldi fyrir ástralska ríkinu. Nýju lögin munu því taka gildi 1. desember næstkomandi.

Sjá á visir.is

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    2018-11-21T13:51:21+00:00september 14, 2012|Categories: FRÆ fréttir, Tóbak|Tags: , |