Náum áttum

Fastur á netinu – Náum áttum

Á næsta morgunverðarfundi Náum áttum 19.  september nk. verður fjallað um tölvufíkn, áhrif mikillar tölvunotkunar á ungmenni, forvarnir og úrræði.  Á fundinn mæta með erindi þau Guðlaug Júlíusdóttir, félagsráðgjafi á BUGL, sem fjallar um „valdmiklar tölvur – hver ræður heima?“ og Hafþór Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur með erindið „jákvæð netnotkun, ekki verður bókvit í askana látið“.  Einnig er með framsögu ungur maður sem segir sögu sína, hvernig hann „lokaðist á netinu“ sem unglingur, leitaði sér hjálpar og losnaði úr viðjum fíkninnar.

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en með morgunverði kostar þátttakan 1.800 kr. (sjá auglýsingu).  Fundarstjóri verður Steinunn Bergmann hjá Barnaverndarstofu. Náum áttum er samstarfsverkefni samtaka og stofnana í forvörnum en nýlega var vefsíða verkefnisins uppfærð.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.