Monthly Archives: September 2012

Leggur aftur fram frumvarp um áfengisauglýsingar

2018-11-21T13:51:27+00:00

Auglýsingar Leggur aftur fram frumvarp um áfengisauglýsingar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Með frumvarpinu er stefnt að því að gera núgildandi bann við áfengisauglýsingum bæði skýrara og skilvirkara. Áfengisauglýsingar eru bannaðar hér á landi og er því lögð sérstök áhersla á það í frumvarpinu að koma í veg fyrir að farið sé í kringum bannið með því að auglýsa óáfenga vöru með ríkri tilvísun til hinnar áfengu vöru. Því er lög til sú breyting að í stað þess að bannið gildi einungis um [...]

Leggur aftur fram frumvarp um áfengisauglýsingar 2018-11-21T13:51:27+00:00

Ástralir með ströng lög um tóbak

2018-11-21T13:51:21+00:00

Tóbak Ástralir með ströng lög um tóbak Hæstiréttur í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög sem nýlega voru sett þar í landi um merkingar á tóbakspakkningum standist stjórnarskrá. Samkvæmt nýju lögunum má ekki selja sígarettu öðruvísi en í ólífulituðum pakkningum með viðvörunum um skaðsemi reykinga. Hefðbundnar pakkningar sígarettuframleiðendanna verða bannaðar. Helstu tóbaksframleiðendur í heimi létu reyna á þessi lög fyrir dómstólum en lutu í lægra haldi fyrir ástralska ríkinu. Nýju lögin munu því taka gildi 1. desember næstkomandi. Sjá á visir.is [...]

Ástralir með ströng lög um tóbak 2018-11-21T13:51:21+00:00

Skattlagning á neftóbak tvöfölduð

2018-11-20T18:25:49+00:00

Neftóbak Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. Of lág skattlagning á neftóbak þykir hafa leitt af sér óeðlilega þróun í neyslu þess hérlendis að undanförnu, þ.e. neyslan hefur aukist meira en eðlilegt þykir. Því er þessi sérstaka skattahækkun lögð til í ár og vörugjöldin tvöfölduð. Lagt er til að skattlagning á tóbak almennt, annað en neftóbak, verði aukin um 15% í frumvarpinu. Stjórnvöld [...]

Skattlagning á neftóbak tvöfölduð 2018-11-20T18:25:49+00:00

Fastur á netinu – Náum áttum

2018-11-20T18:25:54+00:00

Náum áttum Fastur á netinu - Náum áttum Á næsta morgunverðarfundi Náum áttum 19.  september nk. verður fjallað um tölvufíkn, áhrif mikillar tölvunotkunar á ungmenni, forvarnir og úrræði.  Á fundinn mæta með erindi þau Guðlaug Júlíusdóttir, félagsráðgjafi á BUGL, sem fjallar um „valdmiklar tölvur - hver ræður heima?“ og Hafþór Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur með erindið „jákvæð netnotkun, ekki verður bókvit í askana látið“.  Einnig er með framsögu ungur maður sem segir sögu sína, hvernig hann "lokaðist á netinu" sem unglingur, leitaði sér hjálpar og losnaði úr viðjum fíkninnar. Morgunverðarfundurinn er öllum [...]

Fastur á netinu – Náum áttum 2018-11-20T18:25:54+00:00

FASD dagurinn – alþjóðadagur um fósturskaða vegna áfengisneyslu móður

2018-11-20T18:26:00+00:00

Meðganga FASD dagurinn - alþjóðadagur um fósturskaða vegna áfengisneyslu móður Sunnudagurinn 9. september er tileinkaður fósturskaða af völdum áfengisneyslu móður (Foetal Alcohol Spectrum Disorders FASD). Vakin er athygli á að 1-2% barna í Evrópu fæðast með alvarlega fötlun eða líkamsgalla vegna áfengisneyslu móður á meðgöngu. Engin leið er að leiðbeina fólki um hversu mikið magn áfengis þarf til að valda skaða en alla meðgönguna virðist mjög litil áfengisneysla hindra eðlilegan þroska fósturs sem getur valdið alvarlegu tjóni hjá ófæddu barni. Fósturskaði af völdum áfengisneyslu (FASD) getur komi fram með ýmsum hætti. [...]

FASD dagurinn – alþjóðadagur um fósturskaða vegna áfengisneyslu móður 2018-11-20T18:26:00+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588