Rannsókn

Finnst gert ráð fyrir að ungt fólk vilji neyta áfengis

Í nýrri breskri rannsókn um líf og lífsvenjur ungs fólks á aldrinum 16-25 ára kemur fram að unga fólkið telur að forvarnir og fræðsla um áfengi geri ráð fyrir að ungt fólk vilji og ætli sér að drekka áfengi. Þvert á móti vill það að aukin áhersla verði lögð á að sá valkostur að drekka ekki áfengi sé sjálfsagður og eðlilegur. Ungt fólk sem kýs að drekka ekki áfengi sé af ýmsum toga og með ólík áhugamál, en velji sér gjarnan félaga sem hafi svipaða afstöðu til áfengisneyslu.

Meðal annars kemur fram í rannsókninni að áfengisneysla sé almennt ekkert stórmál fyrir ungt fólk og að það sé algengt að ungt fólk velji að drekka lítið eða alls ekki. Einnig kemur fram það viðhorf unga fólksins að áfengisneysla og ölvun sé ekki sjálfsögð táknmynd þroska og sjálfstæðis.

Unga fólkið segist einkum verða fyrir áhrifum frá þeim sem það umgengst og jákvæð fyrirmynd foreldra hafi áhrif svo og vitneskja um neikvæð áhrif áfengis á aðra. Ungt fólk horfi frekar til skammtíma áhrifa áfengisneyslu, s.s. stjórnleysis og timburmenna, en langtíma heilsufarslegra áhrifa.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.