Heilsa

Jákvæð áhrif kreppunnar á heilsu Íslendinga

Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í samstarfi rannsóknarteymis frá Háskóla Íslands, Robert Wood Johnson Medical Center og Rider háskólanum hafði efnahagshrunið á Íslandi 2008 góð áhrif á heilsu þjóðarinnar. Í kjölfar hrunsins drógu Íslendingar úr lífstíl sem hefur skaðleg áhrif á heilsuna og tóku upp lífsstíl sem stuðlar að betri heilsu. Tinna Laufrey Ásgeirsdóttir, lektor í hagfræði við Háskóla Ísland, vann að rannsókninni ásamt Þórhildi Ólafsdóttur.

Niðurstöður skýrslunnar eru m.a. þær að á árunum 2007 til 2009 drógu Íslendingar úr reykingum, óhóflegri drykkju, ljósaböðum og neyslu óheilsusamlegrar fæðu eins og gosdrykkja, sælgætis og skyndibitamat. Þannig lækkaði sem dæmi hlutfall þeirra sem reykja daglega úr 19 prósent árið 2007 í 14,2 prósent árið 2010. Reyndar dró einnig úr neyslu heilsusamlegrar fæðu eins og ávaxta og grænmetis en neysla lýsis jókst og Íslendingar sofa lengur en fyrir hrun. Niðurstöðurnar gætu hljómað ótrúverðugar en vitað er að efnahagskreppur hafa haft jákvæð áhrif á heilsu fólks annars staðar í heiminum.

Sjá umfjöllun í Huffington Post.

Sjá umfjöllun á pressan.is.

Sjá umfjöllun á visir.is.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.