Heilsa

Nýr lýðheilsusjóður opnar fyrir umsóknir

Embætti landlæknis hefur auglýst umsóknir um styrki úr nýjum lýðheilsusjóði sem hefur verið stofnaður á grunni fyrrum forvarnasjóðs. Hlutverk hins nýja sjóðs er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Tekjur lýðheilsusjóðs eru: 1% af innheimtu áfengisgjaldi; 0,9% af brúttósölu tóbaks; fjárveitingar samkvæmt fjárlögum hverju sinni og framlög sem félagasamtök, einstaklingar, fyrirtæki eða aðrir kunna að leggja til lýðheilsusjóðs. Formaður lýðheilsusjóðs er Steinunn Sigurðardóttir og varaformaður Rafn M. Jónsson.

Úr lýðheilsusjóði skal annars vegar ráðstafa allt að 35% af tekjum sjóðsins til verkefna samkvæmt umsóknum og til þess að standa undir kostnaði við rekstur sjóðsins. Hins vegar skal stjórn lýðheilsusjóð úthluta að minnsta kosti 65% af tekjum sjóðsins til lýðheilsu- og forvarnastarfs embættis landlæknis eða annarra verkefna sem unnin eru á vegum embættisins.

Styrkir eru veittir til verkefna eða afmarkaðra hagnýtra rannsókna. Áhersla er lögð á að verkefnin séu til eflingar lýðheilsu með áherslu á einhvern af eftirfarandi þáttum: áfengis- og vímuvarnir, tóbaksvarnir, heilbrigða lifnaðarhætti eða geðrækt. Mikilvægt er að verkefnin hafi raunhæf og skýr markmið, segir í auglýsingu frá Embætti landlæknis um styrkumsóknir úr lýðheilsusjóði fyrir árið 2012.

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2012 og skal sótt um á eyðublöðum á vef Embættislandlæknis, http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/lydheilsusjodur.

Sjá auglýsingu um styrki úr Lýðheilsusjóði 2012 (PDF)

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.