Monthly Archives: August 2012

Kannabisneysla veldur varanlegri greindarskerðingu

2018-11-20T18:26:06+00:00

Kannabis Kannabisneysla veldur varanlegri greindarskerðingu Ungt fólk sem neytir kannabisefna, reykir hass og marjúana, sætir gjarnan mikilli og varanlegri greindarskerðingu. Skerðingu sem ekki gengur að fullu  til baka þótt neyslu sé hætt. Þetta er staðfest í viðamikilli rannsókn sérfræðinga á Nýja Sjálandi. Fylgst var grannt með rúmlega þúsund manns í tvo áratugi, frá barnsaldri og fram á fertugsaldur, og greind þeirra mæld með jöfnu millibili. Þegar tillit er tekið til alls annars; svo sem skólagöngu, áfengisneyslu, og jafnvel neyslu annarra fíkniefna, telja sérfræðingarnir engum vafa undirorpið að þeir sem reykja hass [...]

Kannabisneysla veldur varanlegri greindarskerðingu 2018-11-20T18:26:06+00:00

Finnst gert ráð fyrir að ungt fólk vilji neyta áfengis

2018-11-20T18:26:10+00:00

Rannsókn Finnst gert ráð fyrir að ungt fólk vilji neyta áfengis Í nýrri breskri rannsókn um líf og lífsvenjur ungs fólks á aldrinum 16-25 ára kemur fram að unga fólkið telur að forvarnir og fræðsla um áfengi geri ráð fyrir að ungt fólk vilji og ætli sér að drekka áfengi. Þvert á móti vill það að aukin áhersla verði lögð á að sá valkostur að drekka ekki áfengi sé sjálfsagður og eðlilegur. Ungt fólk sem kýs að drekka ekki áfengi sé af ýmsum toga og með ólík áhugamál, en velji sér gjarnan félaga [...]

Finnst gert ráð fyrir að ungt fólk vilji neyta áfengis 2018-11-20T18:26:10+00:00

Ráðgjafaskólinn innritar nemendur

2018-11-20T18:26:14+00:00

Ráðgjafar Ráðgjafaskólinn innritar nemendur Í byrjun næsta mánaðar hefst nám í Ráðgjafaskólanum en innritun líkur 1. september.  Skólinn verður með sama sniði og undanfarin misseri en skólinn er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við ráðgjöf á ýmsum sviðum, s.s. á geðsviði, á áfangaheimilum og öldrunarheimilum, fyrir unglinga og fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra.  Námið í Ráðgjafaskólanum er alls 150 klukkustundir, 100 klukkustundir eru skipulagðar kennslustundir; 50 klukkustundir eru til heimanáms og verkefnavinnu. Námstími er u.þ.b. fjórir mánuðir. Þar sem gert er ráð fyrir að nemendur [...]

Ráðgjafaskólinn innritar nemendur 2018-11-20T18:26:14+00:00

Jákvæð áhrif kreppunnar á heilsu Íslendinga

2018-11-20T18:26:19+00:00

Heilsa Jákvæð áhrif kreppunnar á heilsu Íslendinga Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í samstarfi rannsóknarteymis frá Háskóla Íslands, Robert Wood Johnson Medical Center og Rider háskólanum hafði efnahagshrunið á Íslandi 2008 góð áhrif á heilsu þjóðarinnar. Í kjölfar hrunsins drógu Íslendingar úr lífstíl sem hefur skaðleg áhrif á heilsuna og tóku upp lífsstíl sem stuðlar að betri heilsu. Tinna Laufrey Ásgeirsdóttir, lektor í hagfræði við Háskóla Ísland, vann að rannsókninni ásamt Þórhildi Ólafsdóttur. Niðurstöður skýrslunnar eru m.a. þær að á árunum 2007 til 2009 drógu Íslendingar úr reykingum, óhóflegri drykkju, [...]

Jákvæð áhrif kreppunnar á heilsu Íslendinga 2018-11-20T18:26:19+00:00

Nýr lýðheilsusjóður opnar fyrir umsóknir

2018-11-20T18:26:23+00:00

Heilsa Nýr lýðheilsusjóður opnar fyrir umsóknir Embætti landlæknis hefur auglýst umsóknir um styrki úr nýjum lýðheilsusjóði sem hefur verið stofnaður á grunni fyrrum forvarnasjóðs. Hlutverk hins nýja sjóðs er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Tekjur lýðheilsusjóðs eru: 1% af innheimtu áfengisgjaldi; 0,9% af brúttósölu tóbaks; fjárveitingar samkvæmt fjárlögum hverju sinni og framlög sem félagasamtök, einstaklingar, fyrirtæki eða aðrir kunna að leggja til lýðheilsusjóðs. Formaður lýðheilsusjóðs er Steinunn Sigurðardóttir og varaformaður Rafn M. Jónsson. Úr [...]

Nýr lýðheilsusjóður opnar fyrir umsóknir 2018-11-20T18:26:23+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588