Náum áttum

Sumarhátíðir – sýnum ábyrgð!

Miðvikudaginn 23. maí nk heldur Náum áttum – fræðslu- og forvarnahópurinn síðasta fund vetrarins á Grand hótel kl. 08.15 – 10.00.  Fjallað verður um sumarhátíðir á Íslandi, framkvæmd þeirra og ábyrgðina sem fylgir hátíðarhaldi eins og þjóðhátíð, bæjarhátíð, útihátíð eða hestamóti.  Farið verður yfir atriði eins og markmið þeirra, regluverk og viðbúnað sveitarfélags og annarra mótshaldara.

Fyrirlesarar eru þrír:  Eyrún Jónsdóttir frá neyðarmóttökunni fjallar um fórnarkostnaðinn, Rúnar Halldórsson félagsráðgjafi ræðir um útihátíðir á Suðurlandi og viðbúnað sveitarfélaga og Tómas Guðmundsson frá Akranesstofu fjallar um hátíðina „Írskir dagar“ sem haldnir eru á Akranesi.

Að loknum erindum eru pallborðsumræður og í pallinn bætast þá Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ, Sveinbjörn Kristjánsson frá SAMAN hópnum og Finnur Guðmundarson Olguson, fulltrúi 100 karla hópsins.Fundurinn er öllum opinn en þátttökugjaldið, 1500 krónur, er með morgunverði sem hefst kl. 08.15.  Fundarstjóri verður Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.