Einkaleyfið
Áfram um velferð barna
Breytist ekki með inngöngu í Evrópusambandið

Gangi Ísland í Evrópusambandið hyggjast stjórnvöld viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak sem grundvallast á einkaleyfi ÁTVR á áfengis- og tóbakssölu. Um þessi mál er fjallað í áttunda samningskafla Íslands og Evrópusambandsins um samkeppnismál. Í samningsmarkmiðum Íslands kemur fram að íslensk stjórnvöld stefni að því að halda einkasölunni áfram, en fordæmi eru fyrir því að þjóðir í aðildarviðræðum við ESB hafi fengið sérlausnir í þessum málaflokki. Þegar Svíar gengu í Evrópusambandið, héldu stjórnvöld áfram einkasöu á áfengi.
Fram hefur komið í máli Stefans Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, að engar deilur væru um þetta atriði í aðildarviðræðunum og því öruggt að þó að Ísland gengi í ESB yrði núverandi fyrirkomulag á áfengis- og tóbakssölu óbreytt. DV 3.4.2012
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.