Krabbamein
Áfengi eykur hættu á brjóstakrabba
Meirihluti danskra kvenna er með erfðafrávik sem veldur því að áfengisneysla eykur hættuna á að þær fái brjóstakrabbamein við og eftir tíðahvörf, að sögn fréttavefjar Berlingske.
Danskir vísindamenn urðu fyrstir til að varpa ljósi á ferli sem veldur því að líkaminn fer að framleiða kvenhormónið estrógen á því tímaskeiði þegar draga ætti úr því samkvæmt eðlilegum gangi náttúrunnar.
Vísindamennirnir staðfestu ekki einungis að áfengi eykur hættu á brjóstakrabbameini hjá konunum heldur sýndu þeir einnig fram á hvers vegna þessu er svo farið.
Ulla Vogel, aðjúnkt við DTU Nanotech, segir að niðurstaðan styðji ótvírætt fyrri niðurstöður um að tíðni brjóstakrabbameins aukist eftir því sem konur drekki meira áfengi.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.