Frakkland
Áfengismælar í franska bíla
Frá og með júlí næstkomandi verða allir ökumenn í Frakklandi skyldaðir til að vera með áfengismæli í bifreiðum sínum. Með þessum lögum vilja stjórnvöld þar í landi herða tökin í baráttunni gegn ölvunarakstri og gera ökumönnum kleift að athuga sjálfir hvort þeir séu færir um að stjórna ökutæki.
Ef ökumenn eru stöðvaðir af lögreglu og geta ekki sýnt fram á að þeir séu með slíkan mæli í bílnum varður það sekt upp á 11 evrur. Lögin munu einnig taka til erlendra ferðamanna í landinu og er fyrirhugað að selja einnota áfengismæla í skipum sem ferja fólk yfir Ermasundið.
Banaslysum í umferðinni hefur fækkað um helming í Frakklandi síðastliðinn áratug niður í fjögur þúsund á ári. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur lofað að lækka þá tölu enn frekar í ár og er takmarkið að komast undir þrjú þúsund. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðaröryggissamtökum Frakklands eiga drukknir ökumenn aðild að 28,5% alvarlegra umferðarslysa í landinu.
Visir.is sagði frá 21. febrúar 2012. Sjá líka http://autos.sympatico.ca/auto-news/13049/france-makes-in-car-breathalyzers-mandatory
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.