Monthly Archives: February 2012

Málþing Bara gras? í Hagaskóla

2018-11-20T18:27:18+00:00

Hundar Málþing Bara gras? í Hagaskóla Miðvikudaginn 29. febrúar verður haldið málþingið Bara gras? í Hagaskóla í Reykjavík. Að þessu sinni mun Andrés Magnússon, geðlæknir fjalla um fíkn og skaðsemi kannabisneyslu, hvað er kannabis, um líkamleg áhrif kannabis á unga neytendur, hvernig þróast fíkn og hver er áhættan? Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fjallar um afskipti lögreglu vegna kannabismálum,  Ásta Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri félagsmiðstöðvarinnar Frosta og María Helena Sarabia, foreldri, fjallar um hvað foreldrar geta gert?  Fundarstjóri: S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri, en fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. [...]

Málþing Bara gras? í Hagaskóla 2018-11-20T18:27:18+00:00

Áfengi eykur hættu á brjóstakrabba

2018-11-20T18:27:23+00:00

Krabbamein Áfengi eykur hættu á brjóstakrabba Meirihluti danskra kvenna er með erfðafrávik sem veldur því að áfengisneysla eykur hættuna á að þær fái brjóstakrabbamein við og eftir tíðahvörf, að sögn fréttavefjar Berlingske. Danskir vísindamenn urðu fyrstir til að varpa ljósi á ferli sem veldur því að líkaminn fer að framleiða kvenhormónið estrógen á því tímaskeiði þegar draga ætti úr því samkvæmt eðlilegum gangi náttúrunnar. Vísindamennirnir staðfestu ekki einungis að áfengi eykur hættu á brjóstakrabbameini hjá konunum heldur sýndu þeir einnig fram á hvers vegna þessu er svo farið. Ulla Vogel, aðjúnkt við [...]

Áfengi eykur hættu á brjóstakrabba 2018-11-20T18:27:23+00:00

Áfengismælar í franska bíla

2018-11-20T18:27:27+00:00

Frakkland Áfengismælar í franska bíla Frá og með júlí næstkomandi verða allir ökumenn í Frakklandi skyldaðir til að vera með áfengismæli í bifreiðum sínum. Með þessum lögum vilja stjórnvöld þar í landi herða tökin í baráttunni gegn ölvunarakstri og gera ökumönnum kleift að athuga sjálfir hvort þeir séu færir um að stjórna ökutæki. Ef ökumenn eru stöðvaðir af lögreglu og geta ekki sýnt fram á að þeir séu með slíkan mæli í bílnum varður það sekt upp á 11 evrur. Lögin munu einnig taka til erlendra ferðamanna í landinu og er [...]

Áfengismælar í franska bíla 2018-11-20T18:27:27+00:00

Náum áttum: Barnasáttmálinn

2018-11-20T18:25:30+00:00

Náum áttum Náum áttum: Barnasáttmálinn Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar 2012, kl. 8:15–10:00.  Yfirskrift fundarins er „Ábendingar barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna“.  Erindi flytja Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Barnasáttmálinn og umboðsmaður barna, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu: Barnasáttmálinn og barnavernd og María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu: Barnasáttmálinn, fyrirtakan og viðbrögð.  Í lok fundarins verða opnar umræður og fundarstjóri er Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill/Save the Children Iceland. Skráning fer fram á http://iogt.is/page/skraning_a_vidburdi og þarf að tilkynna þátttöku í síðasta lagi kl. 15, þriðjudaginn 14. febrúar 2012. Morgunverðarfundurinn [...]

Náum áttum: Barnasáttmálinn 2018-11-20T18:25:30+00:00

Danir ráðast gegn reykingum

2018-11-20T18:25:25+00:00

Reykingar Danir ráðast gegn reykingum Danska ríkisstjórnin hefur sagt tóbaksreykingum barna og unglinga stríð á hendur. Meðal annars stendur til að hækka bann við reykingum úr 16 árum í 18. Bannað verður með öllu að reykja jafnt utandyra sem innan á leikskólum, í skólum, á frístundaheimilum og dagvistarstofnunum þar sem yngri en 18 ára dvelja. Bannið nær ekki einungis til ungmennanna heldur einnig starfsfólks, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins, DR. Í háskólum verður með öllu bannað að reykja innandyra. Fullorðið tóbaksfólk fær einnig að kenna á herferðinni. [...]

Danir ráðast gegn reykingum 2018-11-20T18:25:25+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588