Mannsföll
200.000 börn deyja úr reykingum – á hverju ári
Meira en 600.000 manns, þriðjungur þeirra eru börn, deyja á hverju ári of snemma vegna óbeinna reykinga. Þetta sýnir fyrsta alheimsrannsókn á áhrifum óbeinna reykinga.
Það þýðir að eitt prósent af öllum dauðsföllum í heiminum á ári hverju er af völdum óbeinna reykinga.
Um það bil 40 prósent af öllum börnum og þriðjungur fullorðinna liðu fyrir reykingar annarra árið 2004 samkvæmt rannsókninni sem var birt í læknaritinu The Lancet.
Hjartasjúkdómar og öndunarfærasýkingar eru algengasta ástæða dauðsfalla vegna óbeinna reykinga. Börn í fátækum löndum þjást í meira mæli vegna óbeinna reykinga en börn í ríkum löndum. Í hátekjulöndum í Evrópu dóu 35.388 fullorðnir og 71 börn vegna óbeinna reykinga en tölurnar eru aðrar í Afríku. Þar létust á sama tíma 9.514 fullorðnum og 43.375 börn.
Heimild: Aftonbladet og Lancet
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.