Áfengi

Meirihluti Dana vill hækka áfengiskaupaaldur

Meirihluti Dana vill hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, ef marka má nýja skoðanakönnun. Unglingar mega nú kaupa áfengi í verslunum frá sextán ára aldri. 

Tæplega tólf hundruð manns tóku þátt í könnuninni og töldu 73 prósent þeirra það góða eða mjög góða hugmynd að banna sölu áfengis til fólks undir átján ára aldri, en danskir unglingar drekka meira en unglingar í öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Astrid Krag, heilbrigðisráðherra Danmerkur, hefur tekið í sama streng og vill að þessu verði breytt. Stjórnarflokkarnir eru hins vegar ekki samstíga í málinu. – þeb

Vísir.is sagði frá 10. janúar 2012

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.