Fíkniefni
Hættulegt hass
Ný tegund af stórhættulegu verksmiðjuhassi er nú í sölu á Norðurlöndum. Níu ungmenni hafa látist í Svíþjóð af völdum þessa nýja eiturlyfs sem er lífshættulega sterkt. Norska lögreglan hefur gefið út viðvörun vegna þessa.
Hassið er framleitt með rannsóknarstofuaðferðum og er 100 sinnum stektara en venjulegt hass. Ekki er vitað til að efnið sé komið í umferð hér á landi.
Varað er við að unglingar kaupi fíkniefni þetta á Netinu þar sem þetta styrkta hass er selt undir ýmsum nöfnum. Norskir sérfræðingar segja þetta alvarlegt vandamál þar sem unglingarnir viti ekki hvaða efni séu í þessu hassi.
Norska lögreglan hefur það sem af er árinu gert upptækt hass af þessari gerð 100 sinnum en það er 10 sinnum oftar en í fyrra. Efnið er nær því lyktarlaust og virku efnin í því eru svo mismunandi að erfitt er að sanna notkun þess að þvagprufu. Þar sem prófin eru ekki miðuð við svo mikinn fjölda virkra efna.
Vímuáhrifin líkjast hassi en eru hundrað sinnum stekrari, lík áhrifmum LSD og valda ofsóknarbrjálæði. Verðið á þessu efni er miklu lægra en venjulegu hassi. Misnotkun þessa efnis er nú staðfest í fangelsum í Noregi þar sem koma hefur þurft mönnum í skyndi undir læknishendur þar efnið hefur valdið kampa og flogaveikiseinkennum.
Hass af þessari gerð hefur nú verið bannað með lögum í Hollandi vegna þess hve hættulegt það er. Þetta eitraða tilbúna verksmiðju hass hefur nú dreifst víða um heim, en það fannst fyrst í Bandaríkjunum árið 2004 þar sem margir unglingar er sagður hafa látið lífið eftir neyslu þess .
Frá þessu er sagt á ruv.is þann 07.11.2011 http://ruv.is/frett/haettulegt-hass-i-umferd
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.