Monthly Archives: November 2011

Fundur um jólakvíða

2018-11-21T14:54:54+00:00

Kvíði Fundur um jólakvíða EA samtökin bjóða upp á sinn árlega fund um jólakvíða, fimmtudaginn 8. desember nk. kl. 18.00 í kórkjallara Hallgrímskirkju.  Það er því miður vaxandi hópur fólks sem er að berjast við mikinn kvíða og streitu þessa dagana, t.d. vegna ástvinamissis, hjónaskilnaðar, fjárhagserfiðleika, fjölskylduvanda eða sjúkdóma, sem erfitt er að sætta sig við.  EA samtökin bjóða upp á 12 spor tilfinninga til gleðilegra jóla. Félagar í EA deild Hallgrímskirkju vonast til að sem flestir getið komið og kynnt sér hvað þessi samtök hafa gert fyrir okkur og hvað þau geta [...]

Fundur um jólakvíða 2018-11-21T14:54:54+00:00

Um 83% á móti lögleyfingu kannabisefna

2018-11-21T17:08:12+00:00

Kannabis Um 83% á móti lögleyfingu kannabisefna Í könnun sem MMR-Markaðs- og miðlarannsóknir ehf gerðu dagana 3. – 5. nóvember  sögðust um 83% svarenda vera andvíg lögleiðingu á neyslu kannabisefna en um 17% sögðust því fylgjandi. Svarendur voru á aldrinum 18-67 ára og valdir handahófskennt úr þjóðskrá. Af þeim sem tóku afstöðu voru 68,1% sem kváðust mjög andvígir, 15,0% sögðust frekar andvígir, 9,1% voru frekar fylgjandi og 7,8% sögðust mjög fylgjandi. Að samanlögðu voru 83,1% sem sögðust andvíg því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg á Íslandi en 16,9% voru því [...]

Um 83% á móti lögleyfingu kannabisefna 2018-11-21T17:08:12+00:00

Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna

2018-11-21T14:59:44+00:00

Kannabis Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna Rösklega 87% Íslendinga eru frekar eða mjög andvíg því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi. Um 12,7% eru frekar eða mjög fylgjandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR, en samkvæmt henni fjölgar þeim sem eru andvígir lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi frá fyrri könnun. Í nóvember í fyrra voru 83% andvígir lögleiðingu. Um þrefalt fleiri karlar eru hlynntir lögleiðingu fíkniefna en konur, eða 18% á móti 6%. Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að neysla kannabisefna verði [...]

Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna 2018-11-21T14:59:44+00:00

Náum áttum fundur: Streita og kvíði barna

2018-11-21T15:02:56+00:00

Náum áttum Náum áttum fundur: Streita og kvíði barna Síðasti morgunverðarfundur Náum áttum fræðsluhópsins verður á Grand hótel 23. nóvember nk.  Að þessu sinni verða flutt erindi um streitu og kvíða barna, einkenni og úrræði. Framsögu hafa  Lárus H. Blöndal, sálfræðingur, SÁÁ, Von, sem kallar erindi sitt „... en pabbi er ekki róni !“  og talar um börn alkóhólista og kynnir einnig  sálfræðiþjónustu SÁÁ fyrir börn alkóhólista,  Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur BUGL og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingur BUGL fjalla um „þróun og birtingarmynd kvíða, meðferð við kvíða, hvað er til ráða“ og Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur Þjónustumiðstöð Breiðholts fjallar um „kvíða [...]

Náum áttum fundur: Streita og kvíði barna 2018-11-21T15:02:56+00:00

Yfir 10 þúsund séð sýninguna HVAÐ EF? í Þjóðleikhúsinu

2018-11-21T15:17:21+00:00

Leikhús Yfir 10 þúsund séð sýninguna HVAÐ EF? í Þjóðleikhúsinu Aðstandendur forvarnaleikritsins HVAÐ EF bjóða til stórsýningar á verkinu á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 15 nóv. kl. 19.30 í tilefni þess að nú þegar hafa yfir 10.000 unglingar,foreldra og kennarar séð sýninguna frá frumsýningu í október 2010, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Verkið tekur um 60 minútur í flutningi en einnig verða ýmsar kynningar í anddyri sem og stuttar ræður svo að dagskránni líkur um kl. 21.15. Ráðherrum, borgarstjóra, forsvarmönnum fyrirtækja og stofnana, höfundum, leikurum, tónlistarmönnum og öðrum sem hafa styrkt sýningar [...]

Yfir 10 þúsund séð sýninguna HVAÐ EF? í Þjóðleikhúsinu 2018-11-21T15:17:21+00:00

Hættulegt hass

2018-11-21T15:24:04+00:00

Fíkniefni Hættulegt hass Ný tegund af stórhættulegu verksmiðjuhassi er nú í sölu á Norðurlöndum. Níu ungmenni hafa látist í Svíþjóð af völdum þessa nýja eiturlyfs sem er lífshættulega sterkt. Norska lögreglan hefur gefið út viðvörun vegna þessa. Hassið er framleitt með rannsóknarstofuaðferðum og er 100 sinnum stektara en venjulegt hass. Ekki er vitað til að efnið sé komið í umferð hér á landi. Varað er við að unglingar kaupi fíkniefni þetta á Netinu þar sem þetta styrkta hass er selt undir ýmsum nöfnum. Norskir sérfræðingar segja þetta alvarlegt vandamál þar sem [...]

Hættulegt hass 2018-11-21T15:24:04+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588