Vika 43

Undirritun yfirlýsingar Viku 43

Undirritun yfirlýsingar Viku 43 fer fram í sal KFUM við Holtaveg föstudaginn 28. október nk. kl. 15.00.  Þangað er fulltrúum félagasamtaka í verkefninu Vika 43 boðið að koma og undirrita yfirlýsingu Viku 43 en að auki munu skrifa nafn sitt á hana við þetta tækifæri velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson og umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir.
Yfirlýsingunni verður í framhaldi dreift til fjölmargra aðila sem fara með málefni forvarna á Íslandi; skóla, stofnana, stjórnenda, heimila, fagaðila og samtaka til hvatningar og upplýsingar um þennan mikilvæga rétt barna til lífs án áreitis neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.