Monthly Archives: October 2011

Yfirlýsingu Viku 43 undirrituð af velferðarráðherra

2018-11-21T15:35:05+00:00

Vika 43 Yfirlýsingu Viku 43 undirrituð af velferðarráðherra Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir undirritaði einnig yfirlýsingu Viku 43 Kveðið er á um þennan rétt barnanna m.a. í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stefnumörkun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingunni er bent á mikilvægi þess að börn og ungmenni hafni neyslu áfengis og annarra vímuefna, enda stafi þeim ýmis hætta af neyslu þeirra. Sterk tengsl séu á milli áfengis- og vímuefnaneyslu annars vegar og ofbeldis, óábyrgs kynlífs, umferðarslysa og ýmissa slysa og óhappa, hins vegar. Einnig er bent á að mörg börn [...]

Yfirlýsingu Viku 43 undirrituð af velferðarráðherra 2018-11-21T15:35:05+00:00

Setja þarf framleiðendum og seljendum áfengis reglur og móta langtíma stefnu og aðgerðaaáætlun í áfengismálum

2018-11-21T15:42:48+00:00

Stefnumál Setja þarf framleiðendum og seljendum áfengis reglur og móta langtíma stefnu og aðgerðaaáætlun í áfengismálum  NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network), sem er samstarfsvettvangur tæplega níutíu félagasamtaka á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum þremur, samþykkti á aðalfundi sínum sem haldinn var í Vilnius í Litháen 22. október síðastliðinn ályktanir þar sem minnt er á að áfengi sé engin venjuleg neysluvara. Neysla þess tengist sterklega alvarlegum vandamálum sem snúi bæði að einstaklingum og samfélögum. Aðilar sem hafa fjárhagslegan hag af neyslu og sölu áfengis hafi vitaskuld áhuga á að stækka markaði sína og [...]

Setja þarf framleiðendum og seljendum áfengis reglur og móta langtíma stefnu og aðgerðaaáætlun í áfengismálum 2018-11-21T15:42:48+00:00

Undirritun yfirlýsingar Viku 43

2018-11-21T15:45:03+00:00

Vika 43 Undirritun yfirlýsingar Viku 43 Undirritun yfirlýsingar Viku 43 fer fram í sal KFUM við Holtaveg föstudaginn 28. október nk. kl. 15.00.  Þangað er fulltrúum félagasamtaka í verkefninu Vika 43 boðið að koma og undirrita yfirlýsingu Viku 43 en að auki munu skrifa nafn sitt á hana við þetta tækifæri velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson og umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir. Yfirlýsingunni verður í framhaldi dreift til fjölmargra aðila sem fara með málefni forvarna á Íslandi; skóla, stofnana, stjórnenda, heimila, fagaðila og samtaka til hvatningar og upplýsingar um þennan mikilvæga rétt barna [...]

Undirritun yfirlýsingar Viku 43 2018-11-21T15:45:03+00:00

Heilsu- og forvarnavika í Reykjanesbæ

2018-11-21T15:56:39+00:00

Reykjanesbær Heilsu- og forvarnavika í Reykjanesbæ Vikuna 3. – 9. október var haldin í fjórða sinn sameiginlega Heilsu- og forvarnavika í Reykjanesbæ. Allar stofnanir Reykjanesbæjar auk fjölmargra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka tóku þátt í verkefninu.  Segja má að Geðræktarganga Bjargarinnar hafi lagt tóninn fyrir heilsu -og forvarnavikuna með heilsuræktargöngunni og geðorðunum 10 í upphaf vikunnar. Áhersla var lögð á hollan og góðan mat venju fremur og sáu Skólamatur og Menu-veitingar um að laða fram lokkandi heilsurétti.  Fyrirlestrar, blóðþrýstings- og aðrar heilsumælingar voru í boði, ýmis tilboð í fyrirtækjum á heilsuvörum, Lífsstíll [...]

Heilsu- og forvarnavika í Reykjanesbæ 2018-11-21T15:56:39+00:00

Til að forvarnir virki!

2018-11-21T15:59:50+00:00

Náum áttum Til að forvarnir virki! Næsti morgunverðarfundur Náum áttum „Til að forvarnir virki!“, verður haldinn á Grand hótel miðvikudaginn 12. október nk.  Framsöguerindi flytja þau Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ sem fjallar um skiplag forvarnastarfs og forsendur þess að þær skili árangri, Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis sem fjallar um forvarnaverkefni, hvað virkar og hvað ekki og Elín Lóa Baldursdóttir, verkefnastýra Jafningjafræðslunnar sem fjallar um markmið og verkefni Jafningjafræðslunnar um þessar mundir. Morgunverðurinn kostar 1.500 kr. hefst kl. 08.15 og að venju eru umræður eftir framsöguerindum. Fundarstjóri er Páll Ólafsson, [...]

Til að forvarnir virki! 2018-11-21T15:59:50+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588