Forvarnardagurinn
Forvarnardagurinn 2011
Næsti morgunverðarfundur Náum áttum „Til að forvarnir virki!“, verður haldinn á Grand hótel miðvikudaginn 12. október nk. Framsöguerindi flytja þau Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ sem fjallar um skiplag forvarnastarfs og forsendur þess að þær skili árangri, Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis sem fjallar um forvarnaverkefni, hvað virkar og hvað ekki og Elín Lóa Baldursdóttir, verkefnastýra Jafningjafræðslunnar sem fjallar um markmið og verkefni Jafningjafræðslunnar um þessar mundir.
Morgunverðurinn kostar 1.500 kr. hefst kl. 08.15 og að venju eru umræður eftir framsöguerindum. Fundarstjóri er Páll Ólafsson, sáfræðingur hjá BUGL.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.