Náum áttum
Frístundir, áhætta, forvarnir
Morgunverðarfundur Náum áttum „Frístundir, áhætta, forvarnir“, verður haldinn á Grand hótel miðvikudaginn 28. september nk. Framsöguerindi flytja þau Jóhanna Rósa Arnardóttir, félags- og menntunarfræðingur, Árni Guðmundsson MEd, Eygló Rúnarsdóttir, verkefnastjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ. Fjallað verður um vímuefnaneyslu unglinga, byrjunaraldur áfengisneyslu og hvernig skipulagt frístundastarf getur unnið gegn áhættuhegðun unglinga. Hvers vegna eykst áfengisneysla unglinga á einu ári, frá 10. bekk í grunnskóla að fyrsta ári í framhaldsskóla um 24%, hvaða þættir hafa áhrif ?
Morgunverðurinn kostar 1.500 kr. hefst kl. 08.15 og að venju eru umræður eftir framsöguerindum. Fundarstjóri er Guðni R Björnsson FRÆ. Sjá auglýsinguna hér.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.