Meðganga

„Sameiginleg ábyrgð okkar er að vernda ófædd börn fyrir áfengi“

Nýlega hittust ráðherrar Evrópusambandsins og ræddu m.a. um leiðir til að vernda ófædd börn fyrir skaðlegum áhrifum áfengisneyslu.  Adam Fronczak, framkvæmdastjóri heilbrigðisráðuneytis Póllands, sagði engan vafa á því að áfengisneysla á meðgöngu gæti valdið heilsutengdum skaða á ófædd börn (Foetal Alcohol Spectrum Disorders FASD), jafnvel lítið magn af áfengi getur skaðað fóstur.  Börn  með FASD bera líkamlegan skaða auk þess að eiga við hegðunar- og námsörðugleika að stríða alla ævi og  þeim er mun hættara að lenda utan skólakerfis og í afbrotum. Með einföldum hætti má koma 100% í veg fyrir þennan skaða.

„Við höfum rétt til að taka upplýstar ákvarðanir um líf okkar og vita um neikvæðar afleiðingar áfengis á fóstur og það er skylda okkar að vernda ófædd börn fyrir áfengi og á ábyrgð stjórnamálamanna, heilbrigðisstarfsfólks, einkafyrirtækja og foreldra að upplýsa um skaðsemi áfengisneyslu á meðgöngu“ sagði Elzbieta Lukacijewsku, pólska Evrópuþingkonan m.a. á fundinum.  Í könnun meðal kvenna í Evrópu hefur komið í ljós að 25 – 79% þeirra segjast hafa haldið áfram að drekka áfengi á meðgöngu.

Marian Skar, framkvæmdastjóri Eurocare, hvatti stjórnvöld Evrópusambandsins til að auka skilvirkar aðgerðir og forvarnir, ekki væri hægt að byggja á frelsi einu saman. „Langtímamarkmið Evrópusambandsins þurfa að vera skýr og alþjóðaskuldbindingar þjóna hagsmunum heilbrigðis“. Tvennt er hægt að gera strax að mati Marian Skar; hefja samantekt á umfangi vandamálsins í Evrópu og framfylgja lögum um vörumerkingar.  Langflestir íbúar Evrópu eða 79% skv. nýlegri könnun, vilja merkja áfenga drykki og upplýsa um innihaldsefni og skaðsemi þess.  Í Frakklandi eru t.d. viðvaranir vegna skaðsemi áfengis á meðgöngu eingöngu á gámavíni.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.