Forvarnasjóður
Úthlutað úr Forvarnasjóði 2011
Velferðarráðherra úthlutaði nýlega styrkjum úr Forvarnasjóði, samtals 72 milljónum króna, til fjölbreyttra verkefna og rannsókna á sviði forvarna gegn áfengis- og vímuefnaneyslu og bættrar lýðheilsu. Þetta er í síðasta sinn sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum.
Alls voru veittir styrkir til 102 verkefna en umsækjendur voru tæplega 170. Hæstu styrkina hlutu Fræðsla og forvarnir, 5 milljónir króna, Ungmennafélag Íslands fékk 4 milljónir, Háskólinn á Akureyri 3,5 milljónir, Rannsóknir og greining 3 milljónir og Vímulaus æska/Foreldrahús 5 milljónir króna.
Forvarnasjóður var stofnaður árið 1995 með ákvæði í lögum um gjald af áfengi og tóbaki og árið eftir var styrkjum úthlutað úr honum í fyrsta sinn.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.