Bara gras?

Húsfyllir á málþingi Bara gras? á Akureyri

Málþing Bara gras? var haldið í Hofi á Akureyri fyrir skemmstu.  Mikill áhuga foreldra var fyrir þessu fræðsluþingi og fylltist minni salurinn (Hamrar) í Hofi svo stækka varð sætispláss og opna stæði útá gögnusvæði og má því reikna með að rúmlega 300 manns hafi sótt þingið.  Fyrirlesurum var ákaflega vel tekið og gagnlegar umræður spunnust um vímuefnamál og forvarnir.   Bara gras? verkefnið hefur því farið vel af stað en áætlað er að þingin verði sett upp á fjölmörgum stöðum á landinu með haustinu og jafnvel fram á næsta ár.  Verkefnið er kynnt frekar á www.baragras.is.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.