Bara gras?

Bara gras? fræðsla til foreldra

Mánudaginn 4. apríl var hleypt af stokkunum fræðsluverkefninu Bara gras? sem er hluti af Verum vakandi, hvatningaátaki á meðal foreldra.  Á sama tíma var haldið fyrsta málþing Bara gras? í Rimaskóla í Reykjavík þar sem foreldrum var boðið að hlíða á fyrirlestra um skaðsemi kannabis. Um 100 foreldrar mættu á málþingið ásamt fjölmiðlafóki en fyrirlestarar komu úr ýmsum áttum að þessu sinni; Árni Einarsson frá FRÆ var fundarstjóri, Helga Margrét Guðmundsdóttir félags- og tómstundafræðingur, Andrés Magnússon geðlæknir, Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Jón Sigfússon frá Rannsóknum og greiningu, Guðbjörg Erlingsdóttir frá Foreldrahúsi og Sverrir Jónsson læknir á SÁÁ.  Á næstu vikum verða haldin málþing Bara gras? á fleiri stöðum og á landsvísu en verkefninu lýkur formlega 26. júní nk á alþjóðadegi Sameinuðuþjóðanna gegn fíkniefnum.   Yfir 20 félagasamtök og hreyfingar standa að undirbúningi verkefnisins og munu fulltrúar þeirra, í samstarfi við fagfólk og foreldra á hverjum þingstað, setja upp Bara gras? málþing, dagskrá þess og annast boðun meðal foreldra.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    2018-11-21T16:44:28+00:00apríl 6, 2011|Categories: FRÆ fréttir, Ýmislegt|Tags: |